Lífið

Átján ára systir One Direction-stjörnu lést skyndilega

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Felicité og Louis í brúðkaupi móður þeirra fyrir nokkrum árum.
Felicité og Louis í brúðkaupi móður þeirra fyrir nokkrum árum. Skjáskot/Instagram

Felicité Tomlinson, átján ára áhrifavaldur og systir One Direction-stjörnunnar Louis Tomlinson, lést á miðvikudag úr hjartaáfalli. Systkinin misstu móður sína úr hvítblæði fyrir tveimur árum.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Felicité hafi hnigið niður í íbúð sinni í Lundúnum en haft er eftir lögreglu að hún hafi verið úrskurðuð látin á staðnum.

Felicité starfaði sem fyrirsæta og státaði af 1,3 milljónum fylgjenda á Instagram-reikningi sínum. Hún birti síðast mynd á reikningnum þann 10. mars síðastliðinn en myndina má sjá hér að neðan.


 
 
 
View this post on Instagram
Don’t know why I look so shocked
A post shared by Félicité Tomlinson (@felicitegrace) on

Þetta er annað áfallið sem dynur yfir fjölskylduna á stuttum tíma en móðir Tomlinson-systkinanna, Johannah Deakin, lést fyrir tveimur árum eftir langa baráttu við krabbamein.

Fjölmargir hafa sent Louis samúðarkveðjur í kjölfar fráfalls Felicité, þar á meðal spjallþáttastjórnandinn James Corden og tónlistarmaðurinn Charlie Puth.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.