Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 16:42 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “ Fjölmiðlar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “
Fjölmiðlar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira