Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir fjöldamorðin í ChristChurch á Nýja Sjálandi en forsætisráðherra landsins segir gærdaginn hafa verið þann myrkasta í sögu landsins þar sem fjörtíu og níu voru myrt og tugir liggja særðir.

Ellefu af fjórtán starfandi dómurum við Landsrétt munu taka til starfa á ný á mánudag en störf hafa legið niðri í dómnum þessa vikuna vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu á þriðjudag.

Við fylgjumst með skólakrökkum hér á landi og víðs vegar um heim sem skrópuðu í skólanum í dag til að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða í loftlagsmálum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×