Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir fjöldamorðin í ChristChurch á Nýja Sjálandi en forsætisráðherra landsins segir gærdaginn hafa verið þann myrkasta í sögu landsins þar sem fjörtíu og níu voru myrt og tugir liggja særðir.

Ellefu af fjórtán starfandi dómurum við Landsrétt munu taka til starfa á ný á mánudag en störf hafa legið niðri í dómnum þessa vikuna vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu á þriðjudag.

Við fylgjumst með skólakrökkum hér á landi og víðs vegar um heim sem skrópuðu í skólanum í dag til að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða í loftlagsmálum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.