Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef Efling haldi áfram að gera tilraunir til að reyna á lög um verkfallsaðgerðir verði það kært til Félagsdóms. Formaður Eflingar telur hins vegar örverkföll hafa verið dæmd ólögleg af Félagsdómi vegna tæknilegra atriða. Þeim verði beitt frekar í kjarabaráttunni, en fjallað verður betur um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hryðjuverkamaðurinn sem varð 49 manns að bana í bænum Christchurch í Nýja-Sjálandi sendi skrifstofu forsætisráðherra stefnuyfirlýsingu sína nokkrum mínútum áður en hann framdi ódæðið en hann var ákærður fyrir morð í dag.

Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að hugmyndir ríkisins um skerðingu fjármagns til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Fjármálaráðherra ætli að minnka framlög til sjóðsins um ríflega þrjá milljarða króna á næstu tveimur árum.

Við fjöllum einnig áfram um stöðu Landsréttar en lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík veltir því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstóls Evrópu til yfirdeildarinnar. Þá segjum við frá leit í Ölfusá sem fram fór í dag en leitin að Páli Mar Guðjónssyni hefur enn ekki skilað árangri.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×