Stjörnurnar keppast um að sækja dularfullar sunnudagsmessur Kim og Kanye Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 23:59 Segja tilganginn að bera út kærleiksboðskap en margir halda að þetta sé einnig undanfari tónleikaferðar. Twitter Ef þú fylgir hjónakornunum Kim Kardashian og Kanye West á samfélagsmiðlum hefur þú ábyggilega farið varhluta af dularfullum Sunnudagsmessum sem þau hafa staðið fyrir undanfarið. Í þessum messum hefur Kanye sungið og rappað gospelútgáfur af lögum sínum og nýtur þar stuðnings frábærrar hljómsveitar og kórs. Hafa margir velt fyrir sér tilgangi þessara messa. Kim Kardashian byrjaði fyrst að deila upplýsingum um þessa Sunnudagsmessu á Twitter 6. janúar síðastliðinn. Svo virðist sem þau hafi haldið slíka messu á hverjum sunnudegi síðan þá og hafa ekki í hyggju að láta af því.Just hearing music as our Sunday Service was super inspiring. See you next Sunday — Kim Kardashian West (@KimKardashian) 6 January 2019 Á meðal þeirra laga sem Kanye hefur flutt í messunum eru þau sem hafa einhverja skírskotun í trúarbrögð, þar á meðal Jesus Walks, Ultra Light Beam og Reborn en hann hefur einnig talið í Vilolent Crimes, I Wonder og Bound 2.Part 3 Jesus Walks North's dancing pic.twitter.com/dUjJhvI6LH— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 10 February 2019 Kanye er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og nýtir þessar messur til að koma sínu á framfæri þar sem hann predikar yfir hópnum undir taktfastri tónlist.“They say you're acting crazy. Oh, that's not an act. I act normal, I ACT normal. We all unpaid actors anyway. You know, when you're two years old screaming the whole restaurant say, 'teach him how to act.'” - KW #SundayService pic.twitter.com/a3ho4F23iU— TeamKanyeDaily (@TeamKanyeDaily) 14 January 2019 Hann leyfir einnig félögum sínum að vera með og hafa listamenn á borð við Charlie Wilson, Kid Cudi og Francis and the Lights fengið að munda hljóðnemann.BOUND 2 WITH CHARLIE WILSON ADIDAS NORTH AMERICA pic.twitter.com/gxE1w7m9fr— TeamKanyeDaily (@TeamKanyeDaily) 5 March 2019 Kanye virðist einnig hafa flutt óútgefin lög á þessum messum sem margir halda að muni verða á væntanlegri plötu hans Yandhi.My videos of Sunday Service due it no justice of the vibe we feel in that room, but this little video shows How much North loves our Sunday mornings pic.twitter.com/bhVN2x97JK— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 4 February 2019 Hafa margir velt fyrir sér tilgangi þessara Sunnudagsmessa en söngvarinn Tony Williams sagði tilganginn vera að koma kærleiksboðskapi út í samfélagið..@TWFTonyWilliams explaining the meaning behind the #SundayService gatherings. pic.twitter.com/qRdKBTdYKv— TeamKanyeDaily (@TeamKanyeDaily) 14 January 2019 Sumir halda að þetta sé vel útfærð leið til að kynna væntanlega plötu hans og tónleikaferð, að mögulega sé þetta eitthvað sem koma skal á tónleikum hans.This the only time we allow dope on Sundays pic.twitter.com/tBmejGju06— CYHI THE PRYNCE (@CyhiThePrynce) 24 February 2019 Kanye hefur allavega framleitt boli merkta Sunday Service og flestar þessar messur átt sér stað í höfuðstöðvum Adidas í Portland, þó svo að nokkrar hafi farið fram utandyra. Kardashian-fjölskyldan mætir reglulega í þessar messur og hafa fjöldi frægra sótt þessar messur með þeim, þar á meðal spjallþáttastjórnandinn David Letterman, leikarinn Orlando Bloom og tónlistarmaðurinn Diplo. Fyrr í dag var að sjálfsögðu haldin messa, í Calabasas í Kaliforníu, þar sem rapparinn DMX leit við og predikaði yfir hópnum. DMX er þekktur fyrir predikanir sem má finna á öllum plötum hans.Morning prayer by DMX #SundayService pic.twitter.com/AGpMgUyF9U— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 17 March 2019 DMX hefur verið iðinn síðastliðnar vikur við að koma sér aftur í sviðsljósið eftir að hafa losnað úr fangelsi í janúar síðastliðnum. En það var ekki DMX sem stal senunni í messunni heldur dóttir Kim og Kanye, North, sem dansaði eins og hún ætti lífið að leysa við þennan frábæra flutning hljómsveitarinnar og kórsins á laginu Lift Yourself.Lift Yourself pic.twitter.com/VLFclhXpRO— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 17 March 2019 Hvað sem öllu líður um tilganginn þá ætti vafalaust ekki mörgum á leiðast á tónleikum með Kanye West ef þeir verða með þessum hætti. View this post on Instagram03.03.19 A post shared by Kanye Sunday Services (@kanyesundayservices) on Mar 3, 2019 at 12:32pm PST Bandaríkin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Ef þú fylgir hjónakornunum Kim Kardashian og Kanye West á samfélagsmiðlum hefur þú ábyggilega farið varhluta af dularfullum Sunnudagsmessum sem þau hafa staðið fyrir undanfarið. Í þessum messum hefur Kanye sungið og rappað gospelútgáfur af lögum sínum og nýtur þar stuðnings frábærrar hljómsveitar og kórs. Hafa margir velt fyrir sér tilgangi þessara messa. Kim Kardashian byrjaði fyrst að deila upplýsingum um þessa Sunnudagsmessu á Twitter 6. janúar síðastliðinn. Svo virðist sem þau hafi haldið slíka messu á hverjum sunnudegi síðan þá og hafa ekki í hyggju að láta af því.Just hearing music as our Sunday Service was super inspiring. See you next Sunday — Kim Kardashian West (@KimKardashian) 6 January 2019 Á meðal þeirra laga sem Kanye hefur flutt í messunum eru þau sem hafa einhverja skírskotun í trúarbrögð, þar á meðal Jesus Walks, Ultra Light Beam og Reborn en hann hefur einnig talið í Vilolent Crimes, I Wonder og Bound 2.Part 3 Jesus Walks North's dancing pic.twitter.com/dUjJhvI6LH— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 10 February 2019 Kanye er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og nýtir þessar messur til að koma sínu á framfæri þar sem hann predikar yfir hópnum undir taktfastri tónlist.“They say you're acting crazy. Oh, that's not an act. I act normal, I ACT normal. We all unpaid actors anyway. You know, when you're two years old screaming the whole restaurant say, 'teach him how to act.'” - KW #SundayService pic.twitter.com/a3ho4F23iU— TeamKanyeDaily (@TeamKanyeDaily) 14 January 2019 Hann leyfir einnig félögum sínum að vera með og hafa listamenn á borð við Charlie Wilson, Kid Cudi og Francis and the Lights fengið að munda hljóðnemann.BOUND 2 WITH CHARLIE WILSON ADIDAS NORTH AMERICA pic.twitter.com/gxE1w7m9fr— TeamKanyeDaily (@TeamKanyeDaily) 5 March 2019 Kanye virðist einnig hafa flutt óútgefin lög á þessum messum sem margir halda að muni verða á væntanlegri plötu hans Yandhi.My videos of Sunday Service due it no justice of the vibe we feel in that room, but this little video shows How much North loves our Sunday mornings pic.twitter.com/bhVN2x97JK— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 4 February 2019 Hafa margir velt fyrir sér tilgangi þessara Sunnudagsmessa en söngvarinn Tony Williams sagði tilganginn vera að koma kærleiksboðskapi út í samfélagið..@TWFTonyWilliams explaining the meaning behind the #SundayService gatherings. pic.twitter.com/qRdKBTdYKv— TeamKanyeDaily (@TeamKanyeDaily) 14 January 2019 Sumir halda að þetta sé vel útfærð leið til að kynna væntanlega plötu hans og tónleikaferð, að mögulega sé þetta eitthvað sem koma skal á tónleikum hans.This the only time we allow dope on Sundays pic.twitter.com/tBmejGju06— CYHI THE PRYNCE (@CyhiThePrynce) 24 February 2019 Kanye hefur allavega framleitt boli merkta Sunday Service og flestar þessar messur átt sér stað í höfuðstöðvum Adidas í Portland, þó svo að nokkrar hafi farið fram utandyra. Kardashian-fjölskyldan mætir reglulega í þessar messur og hafa fjöldi frægra sótt þessar messur með þeim, þar á meðal spjallþáttastjórnandinn David Letterman, leikarinn Orlando Bloom og tónlistarmaðurinn Diplo. Fyrr í dag var að sjálfsögðu haldin messa, í Calabasas í Kaliforníu, þar sem rapparinn DMX leit við og predikaði yfir hópnum. DMX er þekktur fyrir predikanir sem má finna á öllum plötum hans.Morning prayer by DMX #SundayService pic.twitter.com/AGpMgUyF9U— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 17 March 2019 DMX hefur verið iðinn síðastliðnar vikur við að koma sér aftur í sviðsljósið eftir að hafa losnað úr fangelsi í janúar síðastliðnum. En það var ekki DMX sem stal senunni í messunni heldur dóttir Kim og Kanye, North, sem dansaði eins og hún ætti lífið að leysa við þennan frábæra flutning hljómsveitarinnar og kórsins á laginu Lift Yourself.Lift Yourself pic.twitter.com/VLFclhXpRO— Kim Kardashian West (@KimKardashian) 17 March 2019 Hvað sem öllu líður um tilganginn þá ætti vafalaust ekki mörgum á leiðast á tónleikum með Kanye West ef þeir verða með þessum hætti. View this post on Instagram03.03.19 A post shared by Kanye Sunday Services (@kanyesundayservices) on Mar 3, 2019 at 12:32pm PST
Bandaríkin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira