Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Mjög vinsæl gönguleið er upp á Úlfarsfell. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira