Dr. Siggú bjargar körlum í krísu Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. mars 2019 08:15 Sigrún Mjöll hefur verið kölluð Siggú frá því hún var krakki. "Og ég er með doktorsgráðu þannig að ég er alveg lögleg,“ segir hún um tilurð þess að hún varð Dr. Siggú, matvælafræðingur og markþjálfi. Fréttablaðið/Stefán Sigrún Mjöll Halldórsdóttir er matvælafræðingur og markþjálfi sem fer sínar eigin leiðir þegar hún leiðbeinir fólki sem leitar leiða til þess að breyta sjálfu sér og lífi sínu til hins betra. Sigrún, sem kallar sig Doctor Siggú, notar markþjálfun til þess að leiðbeina fólki og byggir einnig á innsæi og eigin reynslu og sigrum sem hún hefur unnið í baráttunni við sjálfa sig. „Hugmyndafræði mín gengur út á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og ég sérsníð meðferðina að hverjum og einum. Ég er náttúrlega alger lífsstílsgúru þannig að ég horfi á lífsstílinn og nota markþjálfunina með,“ segir Siggú. „Fólk er svo ofboðslega ólíkt og með svo ólíkar þarfir og það er svo erfitt að ætla bara að breyta öllu strax. Það gengur ekki að segja fólki að fara bara og kaupa sér kotasælu og brokkólí ef það hefur aldrei gert það áður.“ Fólk sem leitar til Siggúar gerir það þó af innri þörf fyrir breytingar og þá fer hún yfir lífsstílinn, sem hún telur grunninn að öllu, með því. Hún segir algengt að fólk vilji léttast, hætta óhóflegu skyndibitaáti og laga svefninn sem oft er í tómu rugli.Karlar í kreppu Siggú segir aðspurð að alls konar fólk leiti til hennar en allir eigi þó sameiginlegt að finnast þeir vera komnir í öngstræti og þrái breytingu og betra líf. „Karlmenn, svona frá þrítugu til fimmtugs, leita mikið til mín. Þeir eru oft einhleypir, borða mikinn skyndibita, vaka lengi fram eftir. Þeim finnst þeir þurfa einhvern veginn að taka til í lífsstílnum en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja,“ segir Siggú. „Þeir finna bara þörfina til þess að gera breytingar og mér finnst bara æðislegt að geta náð til þessa hóps vegna þess að þeir týnast stundum svolítið,“ segir Siggú og nefnir sem dæmi að þunglyndi sé algengt hjá körlum á þessum aldri. Fólk er oft rótfast í neikvæðum lífsstíl en Siggú segir aðspurð að öllum sé viðbjargandi. „Já, já, það er alveg klárt en viljinn verður að vera fyrir hendi. Maður þarf alltaf að byrja sjálfur á sjálfum sér. Ég eða einhver annar er ekki að fara að breyta þér. Það ert þú sem breytir þér en þú getur fengið aðstoð og þeir sem vilja leita til mín geta fundið mig á Facebook þar sem ég kalla mig Doctor Siggù Life Coach.“Mögnuð markþjálfun Siggú segir að fólk viti stundum ekkert hvað það vilji í raun og veru og byrji oft á því að „nöldra og kvarta“ og hún fari þá í gegnum þann harmagrát með þeim. „Síðan sér maður hvernig það bara kviknar eitthvað innra með því og það fær raunverulega löngun til breytinga. Markþjálfunin er svo mögnuð. Þetta er svolítið eins og að fara til sálfræðings nema þú ert ekki að skoða fortíðina heldur framtíðina og þetta er bara jákvætt. Ég hef horft á fólk ná alls konar markmiðum sem það hefur talað um í tímum. Stundum er þetta bara eins og fyrir einhverja töfra.“Fertug í fitness Siggú notar stundum heitan pott fyrir samtöl sín við fólk. Hún segir það óneitanlega svolítið öðruvísi en skila oft góðum árangri. „Það er náttúrlega æðislegt að vera bara í heitum potti í fallegu umhverfi og njóta þess að tala um sjálfan sig. Margir fíla sig einhvern veginn betur þegar þeir eru slakir í pottinum og opna sig jafnvel enn frekar. Ég komst samt fljótt að því að ég get eðlilega ekki verið í pottinum með kúnna allan daginn. Þannig að þetta er svona eitt og eitt viðtal sem ég tek í pottinum.“ Siggú segist sjálf hafa reynt ýmislegt í lífinu og hún hafi tekið nokkrar orrustur við sjálfa sig og haft sigur. „Ég er alkóhólisti og er búin að vera edrú í fimmtán ár í sumar og ég reykti í tíu ár en er búin að vera reyklaus í fjórtán. Og ég borða nánast engan sykur. Þannig að ég þekki þetta alveg. Ég þekki fíknina og er búin að sigrast á þessu öllu saman,“ segir Siggú, hokin af lífsreynslu sem hún nýtir sér í starfi. „Ég varð fertug í fyrra og ákvað að komast í besta form lífs míns og ákvað að taka þátt í fitness-móti í nóvember. Ég leit á það sem hvatningu um leið og ég gæti sýnt fólki fram á að það er allt hægt. Núna er ég bara að vinna að því að vera í rosa góðu formi, hafa lífsstílinn flottan, vera bara góð fyrirmynd og vinna í því að hjálpa öðrum að ná árangri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir er matvælafræðingur og markþjálfi sem fer sínar eigin leiðir þegar hún leiðbeinir fólki sem leitar leiða til þess að breyta sjálfu sér og lífi sínu til hins betra. Sigrún, sem kallar sig Doctor Siggú, notar markþjálfun til þess að leiðbeina fólki og byggir einnig á innsæi og eigin reynslu og sigrum sem hún hefur unnið í baráttunni við sjálfa sig. „Hugmyndafræði mín gengur út á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og ég sérsníð meðferðina að hverjum og einum. Ég er náttúrlega alger lífsstílsgúru þannig að ég horfi á lífsstílinn og nota markþjálfunina með,“ segir Siggú. „Fólk er svo ofboðslega ólíkt og með svo ólíkar þarfir og það er svo erfitt að ætla bara að breyta öllu strax. Það gengur ekki að segja fólki að fara bara og kaupa sér kotasælu og brokkólí ef það hefur aldrei gert það áður.“ Fólk sem leitar til Siggúar gerir það þó af innri þörf fyrir breytingar og þá fer hún yfir lífsstílinn, sem hún telur grunninn að öllu, með því. Hún segir algengt að fólk vilji léttast, hætta óhóflegu skyndibitaáti og laga svefninn sem oft er í tómu rugli.Karlar í kreppu Siggú segir aðspurð að alls konar fólk leiti til hennar en allir eigi þó sameiginlegt að finnast þeir vera komnir í öngstræti og þrái breytingu og betra líf. „Karlmenn, svona frá þrítugu til fimmtugs, leita mikið til mín. Þeir eru oft einhleypir, borða mikinn skyndibita, vaka lengi fram eftir. Þeim finnst þeir þurfa einhvern veginn að taka til í lífsstílnum en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja,“ segir Siggú. „Þeir finna bara þörfina til þess að gera breytingar og mér finnst bara æðislegt að geta náð til þessa hóps vegna þess að þeir týnast stundum svolítið,“ segir Siggú og nefnir sem dæmi að þunglyndi sé algengt hjá körlum á þessum aldri. Fólk er oft rótfast í neikvæðum lífsstíl en Siggú segir aðspurð að öllum sé viðbjargandi. „Já, já, það er alveg klárt en viljinn verður að vera fyrir hendi. Maður þarf alltaf að byrja sjálfur á sjálfum sér. Ég eða einhver annar er ekki að fara að breyta þér. Það ert þú sem breytir þér en þú getur fengið aðstoð og þeir sem vilja leita til mín geta fundið mig á Facebook þar sem ég kalla mig Doctor Siggù Life Coach.“Mögnuð markþjálfun Siggú segir að fólk viti stundum ekkert hvað það vilji í raun og veru og byrji oft á því að „nöldra og kvarta“ og hún fari þá í gegnum þann harmagrát með þeim. „Síðan sér maður hvernig það bara kviknar eitthvað innra með því og það fær raunverulega löngun til breytinga. Markþjálfunin er svo mögnuð. Þetta er svolítið eins og að fara til sálfræðings nema þú ert ekki að skoða fortíðina heldur framtíðina og þetta er bara jákvætt. Ég hef horft á fólk ná alls konar markmiðum sem það hefur talað um í tímum. Stundum er þetta bara eins og fyrir einhverja töfra.“Fertug í fitness Siggú notar stundum heitan pott fyrir samtöl sín við fólk. Hún segir það óneitanlega svolítið öðruvísi en skila oft góðum árangri. „Það er náttúrlega æðislegt að vera bara í heitum potti í fallegu umhverfi og njóta þess að tala um sjálfan sig. Margir fíla sig einhvern veginn betur þegar þeir eru slakir í pottinum og opna sig jafnvel enn frekar. Ég komst samt fljótt að því að ég get eðlilega ekki verið í pottinum með kúnna allan daginn. Þannig að þetta er svona eitt og eitt viðtal sem ég tek í pottinum.“ Siggú segist sjálf hafa reynt ýmislegt í lífinu og hún hafi tekið nokkrar orrustur við sjálfa sig og haft sigur. „Ég er alkóhólisti og er búin að vera edrú í fimmtán ár í sumar og ég reykti í tíu ár en er búin að vera reyklaus í fjórtán. Og ég borða nánast engan sykur. Þannig að ég þekki þetta alveg. Ég þekki fíknina og er búin að sigrast á þessu öllu saman,“ segir Siggú, hokin af lífsreynslu sem hún nýtir sér í starfi. „Ég varð fertug í fyrra og ákvað að komast í besta form lífs míns og ákvað að taka þátt í fitness-móti í nóvember. Ég leit á það sem hvatningu um leið og ég gæti sýnt fólki fram á að það er allt hægt. Núna er ég bara að vinna að því að vera í rosa góðu formi, hafa lífsstílinn flottan, vera bara góð fyrirmynd og vinna í því að hjálpa öðrum að ná árangri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira