Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs.
Samkvæmt upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Pétri Matthíassyni, eru dagsektir komnar á verkið en upphaflega stóð til að afhenda skipið um mitt síðasta ár.
Hann segist ekki geta nefnt neinar tölur þar sem dagsektir séu hluti af umræðum um lokagreiðslu verksins. Viðræðurnar eru sagðar vera á viðkvæmu stigi.
Ekki liggur fyrir hvenær nýr Herjólfur verður afhentur en samkvæmt Vegagerðinni verður skipið tilbúið eftir úttektir Samgöngustofu og flokkunarfélags skipsins.
Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi
Sighvatur Jónsson skrifar
