Innlent

Þrettán vilja verða sveitarstjórar í Súðavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Súðavík er í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi.
Súðavík er í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi. FBL/ERNIR
Þrettán hafa sótt um starf sveitarstjóra Súðavíkurhrepps en þar á meðal eru framkvæmdastjórar, lögfræðingar og ritstjóri.

Starfið var auglýst laust til umsóknar 25. janúar síðastliðinn eftir að Pétur Georg Markan hafði sagt starfi sínu lausu sem sveitarstjóri. Pétur hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá árinu 2014 en búist er við að hann láti af störfum í maí næstkomandi.

Aðspurður sagði Pétur í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að ástæðan væri breytingar í fjölskyldu hans sem kölluðu á búsetubreytingar.

Súðavíkurhreppur er afar víðfeðmt sveitarfélag sem teygir sig frá Súðavíkurhlíð og inn allt Ísafjarðardjúpið að botni Ísafjarðar. Tæplega 200 manns búa í hreppnum.

Map.is
Hagvangur sér um ráðningarferlið en umsækjendur eru eftirfarandi:

  • Ársæll Óskar Steinmóðsson Löggiltur fasteignasali
  • Birgir Marteinsson Lögfræðingur
  • Björn Sigurður Lárusson Framkvæmdastjóri
  • Bragi Þór Thoroddsen Lögfræðingur
  • Garðar Þór Eiðsson Verkefnastjóri hljóðdeildar
  • Glúmur Baldvinsson Leiðsögumaður
  • Ingvar Leví Gunnarsson Nemi
  • Kristinn H Gunnarsson Ritstjóri og framhaldsskólakennari
  • Magnús Már Þorvaldsson Sviðsstjóri íþrótta- og æskulýðsmála
  • Snorri Vidal Lögmaður
  • Sólveig Dagmar Þórisdóttir Framkvæmdastjóri
  • Steinunn Sigmundsdóttir Löggiltur fasteignasali
  • Viðar Bjarnason Íþróttastjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×