Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. mars 2019 06:30 Hagnaður HS Veitna, sem er að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, dróst saman milli ára og nam 682 milljónum króna í fyrra. Fréttablaðið/Valli Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira