Suðað samþykki er ekki samþykki Björk Eiðsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:15 Sólborg Guðbrandsdóttir er ein fjögurra ungmenna sem leggja átakinu lið en hún heldur úti instagram reikningnum Fávitar og hélt tölu við athöfnina í gær. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira
Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira