Suðað samþykki er ekki samþykki Björk Eiðsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:15 Sólborg Guðbrandsdóttir er ein fjögurra ungmenna sem leggja átakinu lið en hún heldur úti instagram reikningnum Fávitar og hélt tölu við athöfnina í gær. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira