Boða forsvarsmann RFF á fund út af styrkjamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58
Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00