Nokkrir ökumenn sprengdu hjólbarða í nýrri holu í Skíðaskálabrekkunni Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 11:00 Mynd sem var tekin af holunni sem myndaðist í byrjun janúar. Vísir/Jói K Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30
Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00