Nokkrir ökumenn sprengdu hjólbarða í nýrri holu í Skíðaskálabrekkunni Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 11:00 Mynd sem var tekin af holunni sem myndaðist í byrjun janúar. Vísir/Jói K Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30
Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00