Lífið

Kári Stef lét Guðna heyra það: „Þetta er enginn sjúkdómur enn, helvítis auminginn þinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðni breytti alveg um lífstíl.
Guðni breytti alveg um lífstíl.

Vala Matt fór á stúfana og skoðaði hvort það sé nokkurn tímann of seint að breyta um lífsstíl og snúa vörn í sókn þegar lífsstílssjúkdómarnir fara að banka upp á. Umfjöllun Völu var sýnd í Íslandi í dag í gær.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, verður sjötugur á þessu ári en hefur aldrei verið í betra formi og er orðinn stæltur eins og táningur eftir að hafa tekið mataræðið hjá sér í gegn og farið að hreyfa sig reglulega í World Class.

„Þetta kom nú ekki til að góðu og ég var orðinn 106 kíló, þungavigtarmaður í pólitík, og var bara orðinn mjög þungur. En svo gerast þau ógnartíðindi að gildin fyrir sykursýki B voru farin að hækka og daginn sem ég fæ að vita að ég get fengið sykursýki á ég erindi við Kára Stefánsson,“ sagði Guðni um uppruna lífsstílsbreytinganna.

„Þetta er enginn sjúkdómur enn, helvítis auminginn þinn. Þú getur læknað  þig sjálfur. Þú bara breytir um mataræði og ferð að hreyfa þig og tekur þetta út í svitanum,“ sagði Kári Stef við Guðna.

Og Guðni tók ráðum læknisins og hefur nú lést um tuttugu kíló og hefur aldrei verið í betra formi.

Vala fór einnig og hitti Lukku Pálsdóttur í Happ og fékk hjá henni nokkur heilsutrix en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.