Innlent

Ný þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafa ákveðið að fjármagna rekstur nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyr
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafa ákveðið að fjármagna rekstur nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyr
Dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra hafa ákveðið að leggja alls 24 milljónir króna til reksturs þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Lögreglustjórinn á Akureyri hefur yfirumsjón með verkefninu sem ráðgert að hefjist 1. mars. Fullorðnir einstaklingar sem hafa verið beittir ofbeldi verður boðið upp á þjónustu og ráðgjöf.

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafa ákveðið að fjármagna rekstur nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Sambærileg þjónustumiðstöð, Bjarkarhlíð, er þegar starfrækt á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfssamningur var kynntur í Ráðherrabústaðnum í morgun.

Stefnt er að því að opna miðstöðina 1. mars og verður boðið uppá samhæfða þjónustu og ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga sem beittir hafa verið ofbeldi af einhverjum toga þeim að kostnaðarlausu.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi og samstarfsaðilar höfðu frumkvæði að stofnun miðstöðvarinnar en að þeirra sögn er hún mikilvægur liður í að koma þolendum ofbeldis á Norður- og Austurlandi til aðstoðar og greiða leið þeirra að félagslegum og lagalegum úrræðum.

Lögreglustjórinn á Akureyri hefur yfirumsjón með verkefninu en ásamt Akureyrarkaupstað, Aflinu – samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, Háskólanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Samtökum um kvennaathvarf, Kvennaráðgjöfinni og Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Þjónustumiðstöðin verður rekin sem tilraunaverkefni til tveggja ára og miðast fjárframlög ráðuneytanna við það. Hvort ráðuneyti leggur 12 milljónir króna til verkefnisins á tímabilinu samtals, 24 milljónir króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×