Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Aðilar í ferðaþjónustu óttast afleiðingar verkfallsaðgerða á greinina til skemmri og lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira