Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2019 16:30 TF-ICA, fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair, komin að flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Icelandair. TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu í morgun. Sagt var frá komunni í fréttum Stöðvar 2. Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Valsson flugmaður flugu þotunni heim frá Seattle og voru 7 tíma og 16 mínútur á leiðinni, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Koma þotunnar markar nýjan áfanga í mestu flugvélakaupum Íslandssögunnar, kaupum Icelandair á alls sextán þotum af gerðinni Boeing 737 MAX. Þar af eru níu vélar af MAX 8-gerð, sem verða með 160 sætum, og sjö vélar af MAX 9-gerð, sem verða með 178 sætum, en 2,64 metrum munar á lengd vélanna.MAX 9 þotan komin í nýja skýli Icelandair í dag á milli MAX 8 og Boeing 757.Mynd/Icelandair.Félagið fékk fyrstu þrjár MAX 8-vélarnar í fyrra og núna er fyrsta MAX 9-vélin komin. Eftir lendinguna í morgun var hún dregin inn í nýja flugskýli félagsins þar sem starfsmenn Icelandair munu innrétta hana, setja sæti um borð og afþreyingarkerfi, en áætlað er að standsetning taki um þrjár vikur. Stefnt er að því að hún verði komin í áætlunarflug í síðari hluta marsmánaðar. Icelandair tekur alls sex nýjar MAX-vélar í notkun núna á vormánuðum; þrjár MAX 8 og þrjár MAX 9. Von eru á næstu vél innan viku og hinar fjórar koma síðan hratt inn, og sú síðasta í kringum mánaðamótin mars-apríl. Stefnt er að því að þær verði allar komnar í áætlunarflug í maímánuði, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar MAX 9 þotan var dregin inn í skýli Icelandair í dag: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Tengdar fréttir Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu í morgun. Sagt var frá komunni í fréttum Stöðvar 2. Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Valsson flugmaður flugu þotunni heim frá Seattle og voru 7 tíma og 16 mínútur á leiðinni, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Koma þotunnar markar nýjan áfanga í mestu flugvélakaupum Íslandssögunnar, kaupum Icelandair á alls sextán þotum af gerðinni Boeing 737 MAX. Þar af eru níu vélar af MAX 8-gerð, sem verða með 160 sætum, og sjö vélar af MAX 9-gerð, sem verða með 178 sætum, en 2,64 metrum munar á lengd vélanna.MAX 9 þotan komin í nýja skýli Icelandair í dag á milli MAX 8 og Boeing 757.Mynd/Icelandair.Félagið fékk fyrstu þrjár MAX 8-vélarnar í fyrra og núna er fyrsta MAX 9-vélin komin. Eftir lendinguna í morgun var hún dregin inn í nýja flugskýli félagsins þar sem starfsmenn Icelandair munu innrétta hana, setja sæti um borð og afþreyingarkerfi, en áætlað er að standsetning taki um þrjár vikur. Stefnt er að því að hún verði komin í áætlunarflug í síðari hluta marsmánaðar. Icelandair tekur alls sex nýjar MAX-vélar í notkun núna á vormánuðum; þrjár MAX 8 og þrjár MAX 9. Von eru á næstu vél innan viku og hinar fjórar koma síðan hratt inn, og sú síðasta í kringum mánaðamótin mars-apríl. Stefnt er að því að þær verði allar komnar í áætlunarflug í maímánuði, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar MAX 9 þotan var dregin inn í skýli Icelandair í dag:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Tengdar fréttir Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30