Dauðbrá þegar sérsveitarmenn með riffla komu inn á staðinn Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2019 23:15 Ísak segir lögreglumenn hafa leitað á manninum í dyragættinni á Dubliners. Myndin er tekin af staðnum í kvöld. Vísir/Jói K. Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13