Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 12:36 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. vísir/vilhelm Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““ Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00