Lífið

Soliani spreytti sig á íslenskunni þegar hún sendi Rúrik fallega ástarkveðju á afmælisdeginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik og Soliani kynntust á síðasta ári.
Rúrik og Soliani kynntust á síðasta ári.
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er 31 árs í dag en það hefur líklega farið fram hjá neinum að kappinn er genginn út.Kærasta Rúriks er brasilíska fyrirsætan Nathaliu Soliani og fékk Rúrik fallega kveðju frá henni í Instagram-færslu í morgun.Þar segir Soliani: „Vil fá að óska þessari fallegu sál sem ég er heppin að hafa í lífi mínu til hamingju með afmælið.“Kærastan heldur síðan áfram: „Þú ert allt sem mig hefur dreymt um í karlmanni, hreinskilinn, góður, auðmjúkur, alltaf til staðar fyrir mig, alltaf til í eitthvað skemmtilegt og yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Takk fyrir að vera svona frábær og eigðu góðan dag,“ segir Soliani og bæti við á íslensku: „Ég elska þig.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.