Lífið

Soliani spreytti sig á íslenskunni þegar hún sendi Rúrik fallega ástarkveðju á afmælisdeginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik og Soliani kynntust á síðasta ári.
Rúrik og Soliani kynntust á síðasta ári.

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er 31 árs í dag en það hefur líklega farið fram hjá neinum að kappinn er genginn út.

Kærasta Rúriks er brasilíska fyrirsætan Nathaliu Soliani og fékk Rúrik fallega kveðju frá henni í Instagram-færslu í morgun.

Þar segir Soliani: „Vil fá að óska þessari fallegu sál sem ég er heppin að hafa í lífi mínu til hamingju með afmælið.“

Kærastan heldur síðan áfram: „Þú ert allt sem mig hefur dreymt um í karlmanni, hreinskilinn, góður, auðmjúkur, alltaf til staðar fyrir mig, alltaf til í eitthvað skemmtilegt og yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Takk fyrir að vera svona frábær og eigðu góðan dag,“ segir Soliani og bæti við á íslensku: „Ég elska þig.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.