Innlent

Rólegheit í veðrinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það ætti að viðra ágætlega til útivistar í dag miðað við veðurspána.
Það ætti að viðra ágætlega til útivistar í dag miðað við veðurspána. vísir/vilhelm

Það verður rólegheita veður víðast hvar á landinu þó að líkur séu á skúrum eða éljum á víð og dreif að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Má svo búast við meiri vindi á morgun og rigningu sunnan til en hvassast verður allra syðst. Hitatölurnar ættu að hækka eilítið með auknum vindi en fyrir norðan verður víða vægt frost, einkum inn til landsins.

„Með hækkandi sól eykst dægursveiflan í hitanum og þegar hægur vindur er fellur hitinn hratt þegar sólin sest. Frýs þá gjarnan það vatn sem sólin bræðir úr snjó yfir daginn eða fellur sem rigning og getur myndað lúmska hálku. Um helgina kólnar svo þegar norðaustanáttin nær aftur tökum á landinu með éljum fyrir norðan en björtu veðri lengst af syðra. Í byrjum næstu viku gætu tveggja stafa mínus tölur orðið algengar aftur, einkum yfir nóttina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Suðaustlæg eða breytileg átt í dag, yfirleitt 3-10 m/s. Stöku skúrir eða slydduél, en bjart með köflum fyrir norðan og austan síðdegis. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.

SA-læg átt á morgun 15-20 allra syðst, annars mun hægari, einkum N-til. Víða rigning um landið sunnanvert, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst, en sums staðar vægt frost á Norðurlandi.

Á fimmtudag:
Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmarki fyrir norðan.

Á föstudag:
Austan- og suðaustan 10-18 m/s með rigningu, en slyddu eða snjókomu á köflum fyrir norðan. Hiti víða 2 til 7 stig, en um frostmark N-til.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt og snjókoma eða él N- og A-lands, en annars bjart með köflum. Frost víða 0 til 6 stig, en frostlaust syðst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.