Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 09:55 Ragnar Aðalsteinsson er reyndur á sviði mannréttindalögfræði. Vísir/GVA Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf. Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf.
Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira