Lífið

Daniel Radcliffe svarar vinsælustu spurningunum um sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daniel Radcliffe í skemmtilegu innslagi.
Daniel Radcliffe í skemmtilegu innslagi.

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter, mætti á dögunum í myndver Wired og svaraði spurningum um sjálfan sig.

Á YouTube síðu Wired birtast reglulega myndbönd þar sem frægir svara mest google-uðu spurningunum um sig.

Spurningar eins og: Er hann með húðflúr? Hvaða Harry Potter mynd er hans uppáhalds? Hvar kynntist hann kærustunni sinni? Og er Daniel á samfélagsmiðlum?

Hér að neðan má sjá útkomuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.