Lífið

Staðfesta Coming To America 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eddie Murphy og Arsenio Hall fóru á kostum í myndinni frá 1988.
Eddie Murphy og Arsenio Hall fóru á kostum í myndinni frá 1988.

Nú hefur það verið staðfest að framhald af myndinni Coming To America verður frumsýnd 7. ágúst 2020.

Fyrri myndin kom út árið 1988 og fór Eddie Murphy með aðalhlutverkið. Þar leikur hann moldríkan prins sem fer til Bandaríkjanna til að finna eiginkonu.

Myndin vakti mikla athygli og þótti mjög vel heppnuð. Eddie Murphy mun leika í framhaldsmyndinni og fer aftur með hlutverk Akeem.

Ekki er ljóst hvort þeir James Earl Jones, Shari Headley, John Amos og Arsenio Hall komi einnig að Coming To America 2.

Craig Brewer mun leikstýra framhaldsmyndinni en það var John Landis sem leikstýrði þeirri fyrri.

Hér að neðan má sjá stiklu úr fyrri myndinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.