Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2019 14:25 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing á dögunum. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan. Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan.
Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30