Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 19:15 Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson. Íslenskir bankar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson.
Íslenskir bankar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent