Alvarlegustu slysin verða á ljósastýrðum gatnamótum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 12:30 Jón Gunnarsson sem var einn af þremur þingmönnum sem mættu á opinn fund í Hveragerði nýlega til að ræða samgöngumál, auk forseta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Magnús Hlynur Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“ Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“
Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira