„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira
Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira