Eldhúsið færir hana nær heimaslóðunum Björk Eiðsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 07:30 María segist elda reglulega spænskan mat og um leið kenna börnum sínum um spænska menningu. María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is en þar gefur hún lesendum m.a. uppskriftir úr eldhúsi ömmu Paz. „Pabbi er frá Andaluciu á Suður-Spáni, nánar tiltekið frá pínulitlu 400 manna þorpi sem heitir Lugros og er í Sierra Nevada, Snæfjöllunum, í Granada. Heimsókn þangað er ævintýri líkust og eins og að fara 50 ár aftur í tímann og inn í spænska bíómynd. Þar vaknar maður við bjölluhljóm í jarmandi geitum sem smalað er um göturnar eldsnemma á morgnana og nánast allur matur kemur frá ökrunum í kring eða frá bændum þorpsins.“ María ólst sjálf upp á Spáni til fimm ára aldurs, á Costa Brava ströndinni. „Pabbi og systkini hans höfðu öll flutt þangað frá Suður-Spáni á fullorðinsárum þar sem mikið var og er um atvinnuleysi á Suður-Spáni og meiri vinnu að hafa í Katalóníu. Þegar ég var krakki voru aldrei neinir Íslendingar á þessu svæði en á því hefur orðið mikil breyting, þar sem bæði er flogið til Barcelona og svo er Iron Man keppnin haldin árlega á svæðinu.“ María fluttist svo til Íslands ásamt móður sinni en hefur alla tíð haldið góðu sambandi við föðurfjölskyldu sína. „Ég hef nánast verið þar með annan fótinn frá 10 ára aldri og hef reynt að fara þangað eins oft og ég kemst. Frá því ég var 17 ára hef ég einungis farið til Lugros, litla fjallaþorpsins okkar, en ég er svo mikið hrifnari af því en Katalóníu. Þar á ég líka ótrúlega marga ættingja með eftirnafnið Gomez. Einnig bjó amma Paz þar, þar til hún dó árið 2000 og föðursystir mín Tita, sem þýðir frænka, Paz, býr þar enn og er hún mín mesta uppáhaldsfrænka enda er bloggið mitt nefnt eftir þeim eða Paz sem þýðir friður á spænsku.“Dónaskapur að afþakka veitingar María segist hafa fengið áhuga á eldamennsku þar sem hún sat dáleidd í eldhúsinu hjá ömmu og Titu Paz sem bjuggu alltaf saman. „Hjá þeim snerist allt um að elda og hvað ætti að vera í matinn. En það er mjög algengt hjá konum á Spáni. Spánverjar eru í eðli sínu mjög gestrisnir, þeir elska að bjóða fólki upp á að borða og ef manni er boðinn matur í heimsókn þykir dónaskapur að afþakka. Amma og Tita Paz kenndu mér klárlega mikið í eldhúsinu þá sérstaklega Tita Paz og hún er enn að kenna mér í gegnum símann.“Synir Maríu á rölti um götur ömmu Paz.María segist elska spænskan mat og þá sérstaklega mat frá Andalúsíu enda matarmenning Spánar mismunandi eftir svæðum. „Maturinn í Andalúsíu er þessi týpíski Miðjarðarhafsmatur, mikið er um grænmeti, ávexti, kjöt, ólífur, osta, hnetur og fisk sem er svo toppað og stundum drekkt í ólífuolíu sem er oftast hellt út á salat, á brauðið eða beint á matinn.“ María eldar reglulega spænskan mat heima fyrir og segist þannig færast nær Spáni og um leið kenna börnum sínum um menningu landsins. Hugmyndin að blogginu spratt upp úr því að María var að taka húsið sitt í gegn og langaði að deila sniðugum hugmyndum sem ekki væru of kostnaðarsamar og úr varð lífsstílsbloggið Paz.is. „Svo árið 2018 ákvað ég að breyta vefnum í eingöngu heimilis- og matarblogg og þá fyrst fannst mér ég byrja að blómstra í þessu verkefni enda veit ég ekkert skemmtilegra en að breyta og bæta á heimilinu og elda góðan mat.“Uppáhaldsmatur Maríu? „Ég get klárlega sagt að minn uppáhaldsmatur er spænskur en það er svo margt sem kemur til greina, pollo al ajillo og fritada de pollo eru held ég mínir uppáhalds spænsku réttir en þá má finna á blogginu mínu.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is en þar gefur hún lesendum m.a. uppskriftir úr eldhúsi ömmu Paz. „Pabbi er frá Andaluciu á Suður-Spáni, nánar tiltekið frá pínulitlu 400 manna þorpi sem heitir Lugros og er í Sierra Nevada, Snæfjöllunum, í Granada. Heimsókn þangað er ævintýri líkust og eins og að fara 50 ár aftur í tímann og inn í spænska bíómynd. Þar vaknar maður við bjölluhljóm í jarmandi geitum sem smalað er um göturnar eldsnemma á morgnana og nánast allur matur kemur frá ökrunum í kring eða frá bændum þorpsins.“ María ólst sjálf upp á Spáni til fimm ára aldurs, á Costa Brava ströndinni. „Pabbi og systkini hans höfðu öll flutt þangað frá Suður-Spáni á fullorðinsárum þar sem mikið var og er um atvinnuleysi á Suður-Spáni og meiri vinnu að hafa í Katalóníu. Þegar ég var krakki voru aldrei neinir Íslendingar á þessu svæði en á því hefur orðið mikil breyting, þar sem bæði er flogið til Barcelona og svo er Iron Man keppnin haldin árlega á svæðinu.“ María fluttist svo til Íslands ásamt móður sinni en hefur alla tíð haldið góðu sambandi við föðurfjölskyldu sína. „Ég hef nánast verið þar með annan fótinn frá 10 ára aldri og hef reynt að fara þangað eins oft og ég kemst. Frá því ég var 17 ára hef ég einungis farið til Lugros, litla fjallaþorpsins okkar, en ég er svo mikið hrifnari af því en Katalóníu. Þar á ég líka ótrúlega marga ættingja með eftirnafnið Gomez. Einnig bjó amma Paz þar, þar til hún dó árið 2000 og föðursystir mín Tita, sem þýðir frænka, Paz, býr þar enn og er hún mín mesta uppáhaldsfrænka enda er bloggið mitt nefnt eftir þeim eða Paz sem þýðir friður á spænsku.“Dónaskapur að afþakka veitingar María segist hafa fengið áhuga á eldamennsku þar sem hún sat dáleidd í eldhúsinu hjá ömmu og Titu Paz sem bjuggu alltaf saman. „Hjá þeim snerist allt um að elda og hvað ætti að vera í matinn. En það er mjög algengt hjá konum á Spáni. Spánverjar eru í eðli sínu mjög gestrisnir, þeir elska að bjóða fólki upp á að borða og ef manni er boðinn matur í heimsókn þykir dónaskapur að afþakka. Amma og Tita Paz kenndu mér klárlega mikið í eldhúsinu þá sérstaklega Tita Paz og hún er enn að kenna mér í gegnum símann.“Synir Maríu á rölti um götur ömmu Paz.María segist elska spænskan mat og þá sérstaklega mat frá Andalúsíu enda matarmenning Spánar mismunandi eftir svæðum. „Maturinn í Andalúsíu er þessi týpíski Miðjarðarhafsmatur, mikið er um grænmeti, ávexti, kjöt, ólífur, osta, hnetur og fisk sem er svo toppað og stundum drekkt í ólífuolíu sem er oftast hellt út á salat, á brauðið eða beint á matinn.“ María eldar reglulega spænskan mat heima fyrir og segist þannig færast nær Spáni og um leið kenna börnum sínum um menningu landsins. Hugmyndin að blogginu spratt upp úr því að María var að taka húsið sitt í gegn og langaði að deila sniðugum hugmyndum sem ekki væru of kostnaðarsamar og úr varð lífsstílsbloggið Paz.is. „Svo árið 2018 ákvað ég að breyta vefnum í eingöngu heimilis- og matarblogg og þá fyrst fannst mér ég byrja að blómstra í þessu verkefni enda veit ég ekkert skemmtilegra en að breyta og bæta á heimilinu og elda góðan mat.“Uppáhaldsmatur Maríu? „Ég get klárlega sagt að minn uppáhaldsmatur er spænskur en það er svo margt sem kemur til greina, pollo al ajillo og fritada de pollo eru held ég mínir uppáhalds spænsku réttir en þá má finna á blogginu mínu.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira