Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 13:24 Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum