Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 20:30 Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson Kjaramál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson
Kjaramál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira