Mikil vinna í gangi utan funda Sveinn Arnarsson skrifar 6. febrúar 2019 06:30 Áttundi fundurinn fer fram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við þurfum að fara að komast að einhverri niðurstöðu fljótlega varðandi launaliðinn. Hvar sársaukamörk SA liggja og hvernig það parast við það sem stjórnvöld eru tilbúin að koma með að borðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag en ekki er búist við miklum tíðindum af honum. Ragnar Þór segir að heilmikil vinna sé í gangi þótt ekki sé alltaf verið að boða til formlegra funda. „Þetta hefur gengið mjög hægt en við verðum að gefa forsetum ASÍ og þessu áhlaupi sem stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og SA ætla að taka næstu tíu til fjórtán daga til að sjá hvort það séu snertifletir á möguleikum til að ná langtímasamkomulagi.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir viðræður bæði flóknar og tafsamar. „Viðræður eru í gangi alla daga frá morgni til kvölds. Þegar viðræður eru ekki í gangi þá er verið að undirbúa viðræður næsta dags,“ segir Halldór. Viðræður SA og Starfsgreinasambandsins (SGS) héldu áfram í gær. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, segir að engin stórtíðindi hafi orðið. „Þetta mjakast eitthvað áfram en við viljum fara að sjá meiri gang í viðræðunum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vaxandi óþreyju farið að gæta hjá sumum aðildarfélögum SGS. Næstu skref verða metin á formannafundi á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
„Við þurfum að fara að komast að einhverri niðurstöðu fljótlega varðandi launaliðinn. Hvar sársaukamörk SA liggja og hvernig það parast við það sem stjórnvöld eru tilbúin að koma með að borðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag en ekki er búist við miklum tíðindum af honum. Ragnar Þór segir að heilmikil vinna sé í gangi þótt ekki sé alltaf verið að boða til formlegra funda. „Þetta hefur gengið mjög hægt en við verðum að gefa forsetum ASÍ og þessu áhlaupi sem stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og SA ætla að taka næstu tíu til fjórtán daga til að sjá hvort það séu snertifletir á möguleikum til að ná langtímasamkomulagi.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir viðræður bæði flóknar og tafsamar. „Viðræður eru í gangi alla daga frá morgni til kvölds. Þegar viðræður eru ekki í gangi þá er verið að undirbúa viðræður næsta dags,“ segir Halldór. Viðræður SA og Starfsgreinasambandsins (SGS) héldu áfram í gær. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, segir að engin stórtíðindi hafi orðið. „Þetta mjakast eitthvað áfram en við viljum fara að sjá meiri gang í viðræðunum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vaxandi óþreyju farið að gæta hjá sumum aðildarfélögum SGS. Næstu skref verða metin á formannafundi á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum