Lífið

Svona reiðir maður fram vegan Sóða Jóa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Sóley hefur verið vegan í rúmlega þrjú ár.
Guðrún Sóley hefur verið vegan í rúmlega þrjú ár.

Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona hefur alla tíð verið mikið matargat og mikill sælkeri að eigin sögn.

Eftir að hafa verið grænmetisæta í nokkur ár ákvað Guðrún Sóley að taka veganúar með trompi eitt árið og sneri ekki til baka og hefur nú verið vegan í þrjú ár og fer á kostum í eldhúsinu. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kíkti í heimsókn til Guðrúnar og fékk að kynnast veganisma.

Guðrún Sóley hefur gefið út matreiðslubók sem inniheldur eingöngu vegan uppskriftir sem hún hefur þróað í eldhúsinu sínu og hefur hún veganvætt ýmsar klassískar uppskriftir þar á meðal djúsí kjötsamloka í borgarabrauði.

Hér að neðan má sjá hvernig Guðrún Sóley ber fram samlokuna Sóða Jóa eða sem margir þekkja á enskunni sem Sloppy Joe.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.