Læknafélag Íslands: Áfengis- og fíknisjúkdómar ekki algengari hjá læknum en öðrum starfstéttum Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 18:47 Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00