Reynolds leigði einkaflugvél fyrir Elísabetu þegar hún greindist með krabbamein á lokastigi Stefán Árni Pálsson skrifar 8. febrúar 2019 10:30 Elísabet þykir einn færasti klippari heims. Vala Matt hitti Elísabetu Ronaldsdóttur í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi en hún er ein af bestu kvikmyndaklippurum heims. Elísabet var á dögunum tilnefnd til Eddie-verðlaunanna sem besti kvikmyndaklippari Ameríku fyrir myndina Deadpool 2 með Ryan Reynolds. Í miðri klippivinnu veiktist Elísabet af krabbameini og var nær dauða en lífi. Og þá tóku Hollywood stjarnan Ryan Reynolds og leikstjóri myndarinnar til sinna ráða og leigðu einkaflugvél og flugu með hana til Los Angeles til að koma henni í réttar læknishendur. „Það er alltaf gaman að fá tilnefningar, ég neita því ekkert og þetta var bara frábær endir á ömurlegu ári,“ segir Elísabet. „Við erum sem sagt að taka upp í Vancouver Deadpool sem var mjög skemmtilegt og bara allt í einu hætti líkaminn að vinna. Ég fór að finna fyrir mikilli þreytu og hætti að geta borðað. Svo kom í ljós að ég var með æxli á brisinu, krabbamein og æxli sem kallast sortuæxli í brisi. Ég er svo ótrúlega heppin að það var ekki alveg að haga sér eins og það á að gera. Þetta á það til að dreifa sér rosalega hratt en það gerðist ekki í mínu tilfelli.“Leyndarmálið sem var ekki hægt að halda leyndu Þegar þarna er komið við sögu gripu þeir Ryan Reynolds og leikstjórinn David Leitch inn í. „Ég er komin inn á spítala og er búinn að vera þar í tvo mánuði og búin að fá dauðadóm. Það átti að gefa mér sex mánuði með lyfjagjöf því ég var með þetta á lokastigi. Það var öllum mjög brugðið því þetta gerðist svo skyndilega,“ segir Elísabet en samstarfsfélagar hennar fundu þá sérfræðing í þessari tegund af krabbameini. „Þá þurfti að koma mér til hans í Los Angeles og ég man þegar ég vaknaði í Los Angeles sagði ég við son minn, vá ég vissi ekki að ég væri með svona góða tryggingu. Máni sonur minn varð allur skrýtinn á svipinn og ákvað að segja mér sannleikann. Þá sem sagt borguðu þau flugið undir mig. Ryan og David og allt liðið.“ Svo í framhaldinu var búið til sérstakt klippiherbergi fyrir hana því þeir vildu ekki missa hana frá klippivinnunni.Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Vala Matt hitti Elísabetu Ronaldsdóttur í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi en hún er ein af bestu kvikmyndaklippurum heims. Elísabet var á dögunum tilnefnd til Eddie-verðlaunanna sem besti kvikmyndaklippari Ameríku fyrir myndina Deadpool 2 með Ryan Reynolds. Í miðri klippivinnu veiktist Elísabet af krabbameini og var nær dauða en lífi. Og þá tóku Hollywood stjarnan Ryan Reynolds og leikstjóri myndarinnar til sinna ráða og leigðu einkaflugvél og flugu með hana til Los Angeles til að koma henni í réttar læknishendur. „Það er alltaf gaman að fá tilnefningar, ég neita því ekkert og þetta var bara frábær endir á ömurlegu ári,“ segir Elísabet. „Við erum sem sagt að taka upp í Vancouver Deadpool sem var mjög skemmtilegt og bara allt í einu hætti líkaminn að vinna. Ég fór að finna fyrir mikilli þreytu og hætti að geta borðað. Svo kom í ljós að ég var með æxli á brisinu, krabbamein og æxli sem kallast sortuæxli í brisi. Ég er svo ótrúlega heppin að það var ekki alveg að haga sér eins og það á að gera. Þetta á það til að dreifa sér rosalega hratt en það gerðist ekki í mínu tilfelli.“Leyndarmálið sem var ekki hægt að halda leyndu Þegar þarna er komið við sögu gripu þeir Ryan Reynolds og leikstjórinn David Leitch inn í. „Ég er komin inn á spítala og er búinn að vera þar í tvo mánuði og búin að fá dauðadóm. Það átti að gefa mér sex mánuði með lyfjagjöf því ég var með þetta á lokastigi. Það var öllum mjög brugðið því þetta gerðist svo skyndilega,“ segir Elísabet en samstarfsfélagar hennar fundu þá sérfræðing í þessari tegund af krabbameini. „Þá þurfti að koma mér til hans í Los Angeles og ég man þegar ég vaknaði í Los Angeles sagði ég við son minn, vá ég vissi ekki að ég væri með svona góða tryggingu. Máni sonur minn varð allur skrýtinn á svipinn og ákvað að segja mér sannleikann. Þá sem sagt borguðu þau flugið undir mig. Ryan og David og allt liðið.“ Svo í framhaldinu var búið til sérstakt klippiherbergi fyrir hana því þeir vildu ekki missa hana frá klippivinnunni.Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning