Mismunandi sýn á framtíð Laugavegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Samráð stendur nú yfir um útfærslu Laugavegar sem varanlegrar göngugötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Sjá meira
„Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Sjá meira
Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16
Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33