Sport

Brady laumaðist til þess að spjalla við Mahomes eftir leikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var erfitt fyrir tengdason Mosfellsbæjar, Mahomes, að tapa á sunnudag en hann fékk góð ráð frá Brady eftir leik.
Það var erfitt fyrir tengdason Mosfellsbæjar, Mahomes, að tapa á sunnudag en hann fékk góð ráð frá Brady eftir leik. vísir/getty

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er ekki allur þar sem hann er séður eins og hann sannaði eftir sigurinn á Chiefs um helgina.

Hann hafði þá betur gegn ungstirninu Patrick Mahomes sem átti ótrúlegt tímabil og veitti Brady svo sannarlega keppni á sunnudaginn. Kóngurinn var þó ekki á því að fara af stallinum fyrir prinsinn strax.Jeff Darlington, blaðamaður ESPN, fylgist vel með og var á Arrowhead á sunnudaginn. Er leiknum var lokið þá bað Brady öryggisvörð um að sjá til þess að hann gæti rætt við Mahomes í einrúmi.

Því var reddað og þeir tveir áttu smá stund í lokuðu herbergi. Væntanlega stund sem hefur gefið Mahomes mikið og hann eflaust fengið hrós og góð ráð frá þeim besta.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.