Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 15:54 Sjúkrahótelið við Hringbraut var afhent NLSH þann 30. nóvember óklárað vegna ágreinings. Vísir/vilhelm Byggingu nýs sjúkrahótels við Hringbraut lýkur að öllum líkindum í lok janúar og hafist verður handa við lokaþrif á húsinu nú um helgina, að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs landspítala ofh. (NLSH). „Við stefnum að því að skila húsinu til stjórnvalda í lok janúar. Í framhaldi af því mun heilbrigðisráðherra afhenda Landspítalanum húsið til rekstrar og gera má ráð fyrir því að spítalinn undirbúi reksturinn næstu vikur þar á eftir,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Byggingarframkvæmdin er algjörlega á lokametrunum og það eru að hefjast lokaþrif á húsinu nú um helgina.“ NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. Farið var fram á tafarlausa afhendingu á sínum tíma, þrátt fyrir að verkið stæði óklárað. Þá var málið einnig fært í gerðardóm. Aðspurður segir Gunnar að heildarkostnaður við verkið fáist ekki uppgefinn fyrr en við verkskil. „Heildarkostnaðurinn, hann hefur í sjálfu sér verið í samræmi við samninginn við verktakann. En síðan eru deilur um uppgjör í samningnum sem hafa verið færðar inn í gerðardóminn. Þar af leiðandi hefur hvorugur aðili viljað tjá sig um þær kröfur sem aðilarnir hafa sett fram.“Hefur verkið farið fram úr kostnaðaráætlun?„Verksamningurinn sem slíkur, framvinduverkið, hefur verið í samræmi við áætlanir, uppfært miðað við vísitölur,“ segir Gunnar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Byggingu nýs sjúkrahótels við Hringbraut lýkur að öllum líkindum í lok janúar og hafist verður handa við lokaþrif á húsinu nú um helgina, að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs landspítala ofh. (NLSH). „Við stefnum að því að skila húsinu til stjórnvalda í lok janúar. Í framhaldi af því mun heilbrigðisráðherra afhenda Landspítalanum húsið til rekstrar og gera má ráð fyrir því að spítalinn undirbúi reksturinn næstu vikur þar á eftir,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Byggingarframkvæmdin er algjörlega á lokametrunum og það eru að hefjast lokaþrif á húsinu nú um helgina.“ NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. Farið var fram á tafarlausa afhendingu á sínum tíma, þrátt fyrir að verkið stæði óklárað. Þá var málið einnig fært í gerðardóm. Aðspurður segir Gunnar að heildarkostnaður við verkið fáist ekki uppgefinn fyrr en við verkskil. „Heildarkostnaðurinn, hann hefur í sjálfu sér verið í samræmi við samninginn við verktakann. En síðan eru deilur um uppgjör í samningnum sem hafa verið færðar inn í gerðardóminn. Þar af leiðandi hefur hvorugur aðili viljað tjá sig um þær kröfur sem aðilarnir hafa sett fram.“Hefur verkið farið fram úr kostnaðaráætlun?„Verksamningurinn sem slíkur, framvinduverkið, hefur verið í samræmi við áætlanir, uppfært miðað við vísitölur,“ segir Gunnar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00