Fyrst kíktu strákarnir á Strokk í Haukadal og náðu nokkrum frábærum skotum af goshvernum. Í einu skotinu tókst þeim næstum því að eyðileggja drónann og myndavélina, sem hékk á honum.
Því næst fóru þeir að Gullfossi til að fanga fossinn í allri sinni dýrð. Þá er nokkuð skemmtilegt að fylgjast með Dan reyna að segja Gullfoss.
Íslandsheimsókn Slow Mo Guys var sýnd í fyrsta þætti Planet Slow Mo, sem unnir eru með Youtube. Þeir Gavin og Dan munu birta fleiri slíka þætti á næstunni, þar sem þeir ferðuðust um heiminn með háhraðamyndavélar sínar.