Lífið

Sýna hvernig sjónvörp virka í „Slowmo“

Samúel Karl Ólason skrifar
Gavin sýnir áhorfendum nákvæmlega hvernig pixlar á sjónvörpum virka.
Gavin sýnir áhorfendum nákvæmlega hvernig pixlar á sjónvörpum virka.
Strákarnir í Slow mo guys taka sig reglulega til og bralla eitthvað fyrir. Nú hafa þeir hins vegar birt myndband þar sem Gavin fer ítarlega yfir það hvernig sjónvörp virka og sýnir það mjög svo hægt. Þar má vel sjá hvernig myndirnar sem við sjáum birtast á skjánum og svo hvernig sjónvörp plata okkur í rauninni.

Þá má sjá muninn á því hvernig gömlu túbusjónvörpin virkuðu samanborið við flatskjái nútímans.

Til þess að sjá hvernig sjónvörp virka tekur Gavin upp á allt að 318 þúsund römmum á sekúndu. Þar sést greinilega hvernig myndum er varpað á sjónvörp.

Það verður að segjast að þetta er töluvert áhugaverðara en maður hélt í fyrstu.


Tengdar fréttir

Tvístruðu kúlum á hnífi

Þeir Dan og Gav í Slow Mo Guys eru sífellt að leika sér með háhraðamyndavélar og annað dót. .

Framkvæmdu magnaða tilraun með skál af vatni

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×