Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 21:00 Sýningu þáttarins hefur tvisvar verið frestað, nú síðast vegna þess að hann hefði skarast við minningardag um helförina. Vísir/Ernir Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ sætir gagnrýni samfélagsmiðlanotenda sem setja spurningamerki við að ríkismiðillinn veiti öfgahyggju sess í dagskrá sinni. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“. Hún skilgreinir sig sem þjóðernissinna og segist ekki kippa sér upp við að vera kölluð nasisti. „Paradísarheimt“ er þáttur í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar. Í lýsingu á þættinum á vef RÚV segir að þar ræði Jón Ársæll við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Upphaflega stóð til að sýna þáttinn með Sigríði Bryndísi um síðustu helgi en því var frestað vegna landsleiks Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aftur var hætt við að sýna hann núna á sunnudag þar sem sá dagur er alþjóðlegur minningardagur um helförina, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Í grein á vef RÚV þar sem sagt er frá efni þáttarins kemur fram að Sigríður Bryndís sé með húðflúrið „C18“ sem vísar í Adolf Hitler á hálsinum og að hún dragi í efa að helför nasista „hafi verið jafn víðfeðm og af er látið“. Hún segist jafnframt „alls ekki“ vera á móti nasisma. „Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál,“ er haft eftir henni á RÚV. Neðst í greininni á RÚV er fyrirvari um að sjónarmið sem koma fram í þættinum séu alfarið á ábyrgð viðmælanda og endurspegli ekki sjónarmið eða viðhorf þáttastjórnanda eða RÚV.„Þvílík mistök og rugl“ Efnistökin í þættinum falla ekki öllum í kram og hafa nokkrar umræður spunnist um þau á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er ein þeirra sem gagnrýna RÚV og spyr hvers vegna það ákveði að veita „þessu umfjöllun og athygli“. „Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga,“ tístir hún.Afhverju er @RUVohf að veita þessu umfjöllun og athygli? Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) January 25, 2019 „Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að [RÚV] er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt,“ tístir Íris Edda Nowenstein.Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að @RUVohf er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt. — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) January 25, 2019 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson fullyrðir einnig að viðtal við „ofbeldisfullan nasista“ eigi ekki heima í þáttaröðinni. „Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldissamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform,“ skrifar hann á Twitter.Að fjalla um ofbeldisfullan nasista undir formerkjum þess að vera 'quirky' er svo absúrd hjá rúv. Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldssamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform.— Logi Pedro (@logipedro101) January 25, 2019 Frestað vegna minningardags um helförina Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segist hafa verið því viðbúinn að þátturinn yrði gagnrýndur og talinn orka tvímælis. Ákvörðun hafi verið tekin að sýna hann ekki núna á sunnudaginn vegna skörunarinnar við minningardaginn um helförina. „Af þeim sökum ákváðum við að færa þáttinn út af þessu tiltekna viðtali af tillitsemi við þennan dag. Við töldum ekki viðeigandi að sýna þennan þátt,“ segir Skarphéðinn við Vísi. Annar þáttur úr röðinni verður því sýndur nú á sunnudag en Skarphéðinn býst fastlega við að þátturinn með Sigríði Bryndísi verði sýndur annan sunnudag, 3. febrúar.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÍ skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið. „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm,“ segir í svarinu. Fjölmiðlar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ sætir gagnrýni samfélagsmiðlanotenda sem setja spurningamerki við að ríkismiðillinn veiti öfgahyggju sess í dagskrá sinni. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“. Hún skilgreinir sig sem þjóðernissinna og segist ekki kippa sér upp við að vera kölluð nasisti. „Paradísarheimt“ er þáttur í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar. Í lýsingu á þættinum á vef RÚV segir að þar ræði Jón Ársæll við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Upphaflega stóð til að sýna þáttinn með Sigríði Bryndísi um síðustu helgi en því var frestað vegna landsleiks Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aftur var hætt við að sýna hann núna á sunnudag þar sem sá dagur er alþjóðlegur minningardagur um helförina, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Í grein á vef RÚV þar sem sagt er frá efni þáttarins kemur fram að Sigríður Bryndís sé með húðflúrið „C18“ sem vísar í Adolf Hitler á hálsinum og að hún dragi í efa að helför nasista „hafi verið jafn víðfeðm og af er látið“. Hún segist jafnframt „alls ekki“ vera á móti nasisma. „Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál,“ er haft eftir henni á RÚV. Neðst í greininni á RÚV er fyrirvari um að sjónarmið sem koma fram í þættinum séu alfarið á ábyrgð viðmælanda og endurspegli ekki sjónarmið eða viðhorf þáttastjórnanda eða RÚV.„Þvílík mistök og rugl“ Efnistökin í þættinum falla ekki öllum í kram og hafa nokkrar umræður spunnist um þau á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er ein þeirra sem gagnrýna RÚV og spyr hvers vegna það ákveði að veita „þessu umfjöllun og athygli“. „Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga,“ tístir hún.Afhverju er @RUVohf að veita þessu umfjöllun og athygli? Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) January 25, 2019 „Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að [RÚV] er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt,“ tístir Íris Edda Nowenstein.Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að @RUVohf er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt. — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) January 25, 2019 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson fullyrðir einnig að viðtal við „ofbeldisfullan nasista“ eigi ekki heima í þáttaröðinni. „Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldissamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform,“ skrifar hann á Twitter.Að fjalla um ofbeldisfullan nasista undir formerkjum þess að vera 'quirky' er svo absúrd hjá rúv. Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldssamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform.— Logi Pedro (@logipedro101) January 25, 2019 Frestað vegna minningardags um helförina Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segist hafa verið því viðbúinn að þátturinn yrði gagnrýndur og talinn orka tvímælis. Ákvörðun hafi verið tekin að sýna hann ekki núna á sunnudaginn vegna skörunarinnar við minningardaginn um helförina. „Af þeim sökum ákváðum við að færa þáttinn út af þessu tiltekna viðtali af tillitsemi við þennan dag. Við töldum ekki viðeigandi að sýna þennan þátt,“ segir Skarphéðinn við Vísi. Annar þáttur úr röðinni verður því sýndur nú á sunnudag en Skarphéðinn býst fastlega við að þátturinn með Sigríði Bryndísi verði sýndur annan sunnudag, 3. febrúar.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÍ skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið. „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm,“ segir í svarinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira