Í hádegisfréttum Bylgjunnar og á Vísi í dag var sögð sú frétt að Gunnar Bragi Sveinsson hafi orðið missaga um áfengisneyslu sína en hann hefur sagt opinberlega að hann hafi ekki drukkið áfengi frá því í nóvember.
Í fréttinni var vísað til heimildarmanna um að Gunnar Bragi hafi verið drukkinn á sýningu Borgarleikhússins um miðjan janúar.
Fréttastofan gerði mistök með því að birta fréttina áður en náðist í Gunnar Braga sjálfan eða heimildir fengust staðfestar og biðst afsökunar á því.
Fréttaflutningurinn var ekki samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis og hefur fréttin því verið fjarlægð af vefnum.
Mistök gerð með birtingu fréttar

Tengdar fréttir

Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa
DV birtir hluta af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist muna eftir samtölum á barnum Klaustri, þvert á það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi.