Innlent

Tveimur af þremur skipt út í siðanefnd Alþingis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, munu ekki sitja í siðanefnd Alþingis er nefndin fær Klaustursmálið svokallaða inn á borð til sín á næstunni.

Frá þessu var greint í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins en þar sagði að Hafsteinn Þór hefði óskað eftir að hætta í nefndinni. Sú ákvörðun væri þó algjörlega óháð Klaustursmálinu. Margrét Vala Kristjánsdóttir, varamaður Hafsteins, mun taka sæti hans í nefndinni.

Þá óskaði Salvör eftir því að víkja sæti vegna anna í starfi hennar sem umboðsmaður barna. Komin er tillaga um staðgengil hennar og mun forsætisnefnd Alþingis afgreiða þá tillögu á fundi sínum á morgun.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður, er formaður nefndarinnar og situr áfram í henni.


Tengdar fréttir

Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.