Framúrkeyrslan í Eyjum nemur 56 milljónum Sighvatur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 19:15 Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að verið sé að rugla saman verkum í fréttum af framúrkeyrslu vegna framkvæmda á Fiskiðjureitnum í Eyjum. Eyjar.net Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent