Framúrkeyrslan í Eyjum nemur 56 milljónum Sighvatur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 19:15 Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að verið sé að rugla saman verkum í fréttum af framúrkeyrslu vegna framkvæmda á Fiskiðjureitnum í Eyjum. Eyjar.net Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira