Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 10:47 Dawid Kornacki, ásamt verjanda sínum Bjarna Haukssyni, í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00