Fótbolti

Jón Dagur tryggði Íslandi jafntefli á móti Svíum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson. Vísir/Getty
Íslenska fótboltalandsliðið gerði 2-2 jafntefli í vináttulandsleik á móti Svíum í Katar í kvöld en báðar þjóðir voru ekki með sitt sterkasta lið.

Óttar Magnús Karlsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörk Íslands í leiknum en liðið komst bæði yfir og lenti undir í leiknum.

Íslensk strákarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það tók þá aðeins fjórar mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Óttar Magnús Karlsson skoraði það með góðu skoti fyrir utan teig.

Íslenska liðið hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik og var umræddur Óttar Magnús meðal annars nálægt því að tvöfalda forystuna en Ísland var 1-0 yfir í hálfleik.

Svíar komu sterkir út í seinni hálfleikinn og jöfnuðu leikinn eftir aðeins tvær mínútur þegar Viktor Gyökeres kom boltanum í netið. 20 mínútum síðar skoraði Simon Thern annað mark Svía og þá var sænska liðið með ágæta stjórn á leiknum.

Íslensku strákarnir voru þó ekki hættir og Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði leikinn í lok venjulegs leiktíma og þar við sat. Jón Dagur hafði komið inná sem varamaður fyrir Andra Rúnar Bjarnason á 57. mínútu.

Ísland-Svíþjóð 2-2

1-0 Óttar Magnús Karlsson (4.)

1-1 Viktor Gyökeres (47.)

1-2 Simon Thern (67.)

2-2 Jón Dagur Þorsteinsson (90.)

Lið Íslands:

Frederik August Albrecht Schram  (Markvörður)

Birkir Már Sævarsson     (Fyrirliði)

Böðvar Böðvarsson

Hjörtur Hermannsson

Samúel Kári Friðjónsson

Eggert Gunnþór Jónsson

(67., Hilmar Árni Halldórsson)

Óttar Magnús Karlsson     

Arnór Smárason

(67. Aron Elís Þrándarson)

Guðmundur Þórarinsson

(78. Kolbeinn Birgir Finnsson)

Andri Rúnar Bjarnason     

(57., Jón Dagur Þorsteinsson)

Eiður Aron Sigurbjörnsson

(70. Axel Óskar Andrésson)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×