Sarah Hyland opnar sig um veikindin og sjálfsvígshugsanir Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 10:55 Hyland er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Modern Family. Vísir/Getty Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira
Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira
Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49