Sarah Hyland opnar sig um veikindin og sjálfsvígshugsanir Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 10:55 Hyland er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Modern Family. Vísir/Getty Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49