Sarah Hyland opnar sig um veikindin og sjálfsvígshugsanir Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 10:55 Hyland er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Modern Family. Vísir/Getty Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49