Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Sveinn Arnarsson skrifar 17. janúar 2019 06:30 Talsverðra endurbóta er þörf í Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. Endurbæturnar eru til þess ætlaðar að hægt sé að dæla sandi úr botni hafnarinnar frá landi. Nýr Herjólfur mun hefja siglingar á þessu ári og er vonast eftir því að ferjan geti nýtt Landeyjahöfn mun betur en verið hefur að undan förnu. Sandburður inn í höfnina hefur verið til trafala og hafa stöðugar dýpkanir átt sér stað frá því höfnin var tilbúin til notkunar. „Við erum að setja tunnur á báða garðsendana. Það er gert til þess að koma upp aðstöðu til að dýpka höfnina frá landi. Þær eru tuttugu metrar að þvermáli og verða fylltar með grjóti og svo er steyptur vegur út á þá og þá er hægt að koma með krana út á enda garðanna með dælu og dæla þannig upp úr botninum,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Einnig er verið að vinna að öðrum framkvæmdum til að styrkja höfnina enn frekar svo hægt sé að nýta hana allt árið. Í innri höfninni er fyrirhugað að stækka hana til austurs til að draga úr hreyfingu sjávar innan hafnarinnar. „Hingað til hefur verið of mikil hreyfing fyrir ferjuna. Við gerum ráð fyrir að nýrri ferjan verði í verri veðrum í Landeyjahöfn og ætlunin er einnig að hlaða hana með rafmagni og þá þarf að draga úr þessari hreyfingu,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar þarf þá að ráðast í nokkrar aðgerðir. „Ein aðgerðin er að stækka höfnina til austurs. Síðan er verið að þrengja opið örlítið,“ segir hann. Þessar breytingar munu að öllum líkindum kosta um 1,3 milljarða króna. „Það er vonast til þess að nýtingin verði betri á höfninni. Það hefur gengið illa að dýpka höfnina í fjóra mánuði á ári með dýpkunarskipum. Við teljum þá geta dýpkað í mun hærri öldu en áður með því að dæla frá landi,“ segir Sigurður Áss Grétarsson. Birtist í Fréttablaðinu Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. Endurbæturnar eru til þess ætlaðar að hægt sé að dæla sandi úr botni hafnarinnar frá landi. Nýr Herjólfur mun hefja siglingar á þessu ári og er vonast eftir því að ferjan geti nýtt Landeyjahöfn mun betur en verið hefur að undan förnu. Sandburður inn í höfnina hefur verið til trafala og hafa stöðugar dýpkanir átt sér stað frá því höfnin var tilbúin til notkunar. „Við erum að setja tunnur á báða garðsendana. Það er gert til þess að koma upp aðstöðu til að dýpka höfnina frá landi. Þær eru tuttugu metrar að þvermáli og verða fylltar með grjóti og svo er steyptur vegur út á þá og þá er hægt að koma með krana út á enda garðanna með dælu og dæla þannig upp úr botninum,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Einnig er verið að vinna að öðrum framkvæmdum til að styrkja höfnina enn frekar svo hægt sé að nýta hana allt árið. Í innri höfninni er fyrirhugað að stækka hana til austurs til að draga úr hreyfingu sjávar innan hafnarinnar. „Hingað til hefur verið of mikil hreyfing fyrir ferjuna. Við gerum ráð fyrir að nýrri ferjan verði í verri veðrum í Landeyjahöfn og ætlunin er einnig að hlaða hana með rafmagni og þá þarf að draga úr þessari hreyfingu,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar þarf þá að ráðast í nokkrar aðgerðir. „Ein aðgerðin er að stækka höfnina til austurs. Síðan er verið að þrengja opið örlítið,“ segir hann. Þessar breytingar munu að öllum líkindum kosta um 1,3 milljarða króna. „Það er vonast til þess að nýtingin verði betri á höfninni. Það hefur gengið illa að dýpka höfnina í fjóra mánuði á ári með dýpkunarskipum. Við teljum þá geta dýpkað í mun hærri öldu en áður með því að dæla frá landi,“ segir Sigurður Áss Grétarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira