Arngrímur fékk nóg af því að vera sköllóttur og fór í sársaukafulla aðgerð Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Arngrímur hélt fyrirfram að hann yrði svæfður í aðgerðinni. Svo var ekki. Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira