Arngrímur fékk nóg af því að vera sköllóttur og fór í sársaukafulla aðgerð Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Arngrímur hélt fyrirfram að hann yrði svæfður í aðgerðinni. Svo var ekki. Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira